DesignTalks_HeroGIFDesignTalks_HeroGIF

DesignTalks
23.03.2017

DesignTalks er einstakur viðburður sem áhugafólk um nýjustu strauma og stefnur í hönnun og arkitektúr, lætur ekki framhjá sér fara. Framúrskarandi hönnuðir víðsvegar að úr heiminum taka til máls en dagurinn samanstendur af fyrirlestrum, viðtölum og óhefðbundnu uppbroti af ýmsu tagi. Fyrirlestrardeginum er ætlað að veita áhrifafólki í viðskiptum, stjórnvöldum, almenningi og hönnuðum innblástur til samstarfs og framfara.

[unex_ce_button id="content_m2di7dnng,column_content_xch5j7zqv" button_text_color="#ffffff" button_font="semibold" button_font_size="20px" button_width="auto" button_alignment="center" button_text_spacing="0px" button_bg_color="#00aeef" button_padding="15px 60px 15px 60px" button_border_width="0px" button_border_color="#ffffff" button_border_radius="0px" button_text_hover_color="#ffffff" button_text_spacing_hover="0px" button_bg_hover_color="#0079a7" button_border_hover_color="#ffffff" button_link="https://www.harpa.is/dagskra/vidburdur/designtalks/" button_link_type="url" button_link_target="_blank" has_container="" in_column="1"]Kaupa miða[/ce_button]

Fyrirlesarar á DesignTalks

 • gallery-image
 • gallery-image

Alexander Taylor

 • gallery-image
 • gallery-image

Ersin Han Ersin
Marshmallow Laser Feast

 • gallery-image
 • gallery-image

Christien Meindertsma

 • gallery-image
 • gallery-image

Paul Bennett
IDEO

 • gallery-image
 • gallery-image

Michèle Degen

 • gallery-image

BRUT NATURE

Á DesignTalks 2017 er kominn tími til að skoða samband okkar við náttúruna - við hvert annað - og okkur sjálf. Vð könnum hvort og hvernig óvissa og óstöugleiki knúi fram leit okkarhinu tæra, sanna og því hráa. Leit að fegurð og jafnvel ljótleika líka. Hvernig við reynumendurvekja tengslin við náttúruna og sjálfið með eflingu skilningavitanna í gegnum ósvikna reynslu, en á stundum einnig með mótsagnakenndri hjálp tækninnar. Á sama tíma og borgirnar kljást við öran vöxt, íbúarnir takast á við aukna mannmergð og nýja nágranna, er hvert og eitt okkar á harðahlaupum til bjargar sjálfum sér - og móður jörð.

Alexander Taylor

Breski vöruhönnuðurinn Alexander Taylor, sem nýverið hannaði þrívíddarprentaða skó fyrir Adidas, úr veiðarfærum og plastefnum sem áður menguðu sjó.

Alexander Taylor

 • gallery-image
 • gallery-image
 • gallery-image
 • gallery-image
 • gallery-image
 • gallery-image
 • gallery-image
 • gallery-image

Marshmallow Laser Feast

Marshmallow Laser Feast er hönnunarstofa sem hefur rannsakað tækni sem miðar að því að endurskilgreina hugmyndina um mannlega skynjun. Verkefni þeirra In the Eyes of the Animal hlaut nýlega WIRED Audi Innovation verðlaunin fyrir upplifunarhönnun í flokki nýsköpunar og var einnig tilnefnt til London Design Museum's Beazley Design of the Year verðlaunanna.

Marshmallow Laser Feast

Christien Meindertsma

Með áhugaverðri nálgun vekur Christien Meindertsma okkur til umhugsunar um hráefni og úrvinnslu þeirra sem hefur orðið okkur ósýnileg og fjarlæg í framleiðsluháttum nútímans. Metnaðarfull bók hennar um svín, PIG 05049 vakti athygli og viðurkenningar og hafa verk hennar verið sýnd á MOMA (New York), The V&A (London), Cooper Hewitt Design museum (New York) og London Design Museum

Christien Meindertsma

PIG 05049 Video

 • gallery-image
 • gallery-image
 • gallery-image
 • gallery-image
 • gallery-image
 • gallery-image
 • gallery-image
 • gallery-image

Paul Bennett — IDEO

IDEO er brautryðjandi hönnunarfyrirtæki sem hvetur hönnunarsamfélagið til að takast á við verkefni á svo stórum skala að þau séu til bóta og framfara fyrir samfélagið í heild. Ekkert viðfangsefni er ósnert en nálgunin tekst á við verkefni eins og menntun, samgöngur og jafnvel endurskilgreiningu öldrunar. Verk Paul um “thought leadership” eru birt í mikilsmetnum miðlum, en hann er einnig þaulreyndur fyrirlesari á alþjóða vettvangi og hefur talað  m.a. á World Economic Forum.

IDEO

Michèle Degen

Michèle Degen er nýútskrifaður hönnuður frá Design Academy Eindhoven. Með einskærum áhuga á breytingum til framtíðar beitir hún hönnun sinni til að vekja fólk til umhugsunar um samfélagslegar venjur, norm og staðalímyndir. Michèle upphefur æxlunarfæri kvenna og vill eyða skömm tengdri náinni sjálfsskoðun og elsku á eigin líkama. Hönnun hennar „Vulva Versa“ er spegill gerður fyrir konur til að skoða eigin kynfæri. Speglinum er ætlað að opna á samtal, ekki aðeins meðal kvenna, heldur meðal samfélagsins í heild. 

Michèle Degen

 • gallery-image
 • gallery-image

Listrænn stjórnandi DesignTalks er Hlín Helga Guðlaugsdóttir, hönnuður og framtíðarrýnir og ráðgjafi hjá Capacent. Meðstjórnandi DesignTalks 2017 er Paul Bennett hjá IDEO.

DesignTalks er skipulagður af Hönnunarmiðstöð Íslands með stuðningi frá Arion banka og Reykjavíkurborg.